Opinber þjónusta á netinu 3

Veggjald.is      

Lýsing á opinberri þjónustu

Vaðlaheiðargöng eru staðsett á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Húsavíkur. Þeir sem aka um göngin verða að greiða veggjald. Þú getur greitt veggjaldið þar til / en eigi síðar en 24 klukkustundum eftir að hafa ekið um göngin. Ef veggjaldið er ekki greitt innan þess tíma verður gjald innheimt til skráðs eiganda ökutækisins með viðbættu innheimtugjaldi.

• Til að koma í veg fyrir að veggjald verði innheimt með innheimtugjaldi er einfaldast að skrá ökutækið í gegnum www.veggjald.is eða smáforritið/appið veggjald. Þar getur þú valið um að borga eina ferð eða fara í áskrift.
• Þegar um staka ferð er að ræða byrjar þú á að skrá bílnúmerið á ökutækinu þínu og vefsíðan/appið finnur tegund og lit ökutækisins. Ef þær upplýsingar eru réttar þá heldur þú áfram á greiðslusíðu þar sem þú setur inn greiðslukortaupplýsingar.
• Hægt er að greiða fyrir eina ferð í allt að 24 klst. áður en ekið er í gegnum göngin og allt að 24 klst. eftir að ekið er í gegn.
• Veljir þú að fara í áskrift þá þarftu að stofna aðgang og fylla út upplýsingar um nafn, netfang, símanúmer, land og búa til lykilorð sem þú notar við innskráningu. Þar með ert þú kominn með þitt svæði á veggjald.
• Á þínu svæði er hægt að kaupa fyrirfram greiddar ferðir sem er hagkvæmara en að kaupa eina ferð í einu. Hægt er að kaupa 10, 40 eða 100 ferðir sem er hagkvæmast.
• Á þínu svæði getur þú skráð allt að 3 ökutæki. Þú þarft ekki að vera eigandi ökutækis til að skrá það í gegnum www.veggjald.is eða smáforritið veggjald. Hægt er að bæta við ökutækjum eða fjarlægja þau eins og hentar, t.d. þegar vinur eða fjölskyldumeðlimur þarf að fara um göngin en hefur ekki skráð sig.
• Þegar ökutækin eru skráð og ferðirnar eru fyrirfram greiddar þarftu ekki að gera neitt annað en að keyra um göngin, kerfið heldur utan um ferðirnar þínar. Ef fyrirframgreiddar ferðir klárast er veggjaldið sjálfkrafa gjaldfært af greiðslukortinu þínu þegar þú keyrir í gegnum göngin.

Færni til að nota þjónustuna
Stofna þarf notandaaðgang hjá www.veggjald.is annað hvort á vefsíðu eða í smáforriti

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Til að fara inná www.veggjald.is þarf tölvu eða snjalltæki sem er tengt við internetið. Til að nota smáforritið veggjald þarf nettengdan snjallsíma eða spjaldtölvu.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
www.veggjald.is geymir greiðslukortaupplýsingar þínar á öruggu svæði.

Áhrif
Að geta ekið um Vaðlaheiðargöng er mikill kostur fyrir eldri borgara sérstaklega á veturna þar sem hinn kosturinn er hár fjallvegur sem oft er erfitt að aka vegna snjókomu og hálku.

Download PDF