Opinber þjónusta á netinu 4

Vegagerðin/ Loftbrú      

Lýsing á opinberri þjónustu

Vegagerð ríkisins ber ábyrgð á um 13.000 km þjóðvega og sveitavega á Íslandi en vefur þeirra er www.vegagerdin.is

Þessi vefur býður meðal annars upp á:

Upplýsingar um veður og færð
• Upplýsingar um veður og færð finnur þú á fyrstu síðu þessa vefs þar sem er lítið kort af landinu og þú getur valið þinn landshluta. Fyrir frekari upplýsingar um einstaka vegi geturðu smellt á viðkomandi stað á kortinu.
• Upplýsingar um færð eru skráðar kl. 8:00 - 16:00 á tímabilinu 1. maí til 30. september en kl. 7:00 til 22:00 frá 1. október til 30. apríl. Utan þessa tíma breytast þessar upplýsingar ekki og nokkru eftir miðnætti eru þær hreinsaðar út.

Vefmyndavélar
• 115 vefmyndavélar eru staðsettar meðfram vegakerfi Íslands. Myndirnar eru endurnýjaðar á 10-20 mínútna fresti 
• Hægt er að sjá myndir frá vefmyndavélum með því að smella á hnapp á forsíðu og velja síðan þann landshluta sem þú ætlar að skoða. Þar þarftu að velja vefmyndavél og smella á hana til að sjá myndirnar frá henni.
• Einnig er hægt að sjá vefmyndavélarnar þegar færð og veður eru skoðuð en þá er hægt að smella á reitinn sem gefur upplýsingar um hita, vind og umferð og þá opnast síða með nánari upplýsingum og vegmyndum úr vefmyndavél.

Upplýsingar um Loftbrú
• Loftbrú er tilboð á lægri flugfargjöldum fyrir íbúa í dreifbýli. Loftbrú afsláttarkerfið veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi allra innanlandsleiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hver einstaklingur á rétt á lægri fargjöldum í allt að þremur hringferðum til og frá Reykjavík á ári (sex flug). Loftbrú áætlunin nær til Vestfjarða, hluta Norðvesturlands, Norðausturlands, Austurlands, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.
• Á fyrstu síðu er að finna hnapp fyrir Loftbrú. Þegar þú smellir á hann finnurðu síðu með upplýsingum um þennan afslátt og tengil á island.is þar sem þú getur fengið afsláttarkóðann þinn. Þessi kóði er síðan settur inn þegar þú kaupir flugið þitt.

Færni til að nota þjónustuna
www.vegagerdin.is er opin vefsíða en til að nota Loftbrú þarf að nota rafræn skilríki eða íslykil til að skrá sig inn og sækja afsláttarkóða. Þessi kóði er síðan notaður þegar greitt er fyrir flug.

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Nettengd tölva eða snjalltæki.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
Ekki er vitað um neina öryggisáhættu við notkun www.vegagerdin.is.

Áhrif (hvernig getur þjónustan haft áhrif, breytt, bætt líf fólks)
Upplýsingarnar á www.vegagerdin.is eru mjög mikilvægar fyrir öryggi allra ökumanna á Íslandi, sérstaklega að vetrarlagi.
Afsláttur Loftbrúar getur skipt miklu fyrir fólk í dreifbýli þar sem innanlandsflug er mjög dýrt.

Download PDF