Sýndaraðstoðartæki fyrir stafræna þátttöku eldri borgara
Stafræn kennsla
Leiðbeiningar í máli og myndum um notkun smáforrits Lyfju. Farið er yfir hvernig nálgast má smáforritið og setja það upp í snjallsíma. Smáforritið má nýta til dæmis við kaup á lyfjum og til að fá upplýsingar um ávísuð lyf eða greiðsluþrep hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Kennslumyndband um notkun á netbanka Landsbankans. Farið er yfir nokkrar gagnlegar aðgerðir skref fyrir skref, allt frá innskráningu til aðgerða á borð við millifærslu. Mörgum erindum má sinna í gegnum netbanka Landsbankans í stað þess að fara í útibú.
Heilsuvera.is er heimasíða á vegum Embættis landlæknis og Heilsugæslunnar. Á vefnum er mikill fróðleikur og almennar upplýsingar sem varða heilsu. Með því að skrá sig inn á „Mínar síður“ á vef heilsuveru má fá aðgang að persónulegum gögnum og sinna ýmsum erindum svo sem óska eftir endurnýjun lyfseðla og bóka tíma á heilsugæslu eða hjá sérgreinalækni.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru við auðkenningu fólks á internetinu og til undirskriftar. Með rafrænum skilríkjum getur fólk nýtt sér fjölbreytta þjónustu á netinu á auðveldan hátt. Hér verður leiðbeint um hvernig sótt er um rafræn skilríki í snjallsíma og notkun þeirra til að opna þitt lokaða svæði á vefsíðum hins opinbera og ýmissa þjónustufyrirtækja.
Storytel er vinsælt app (smáforrit) til að hlusta á hljóðbækur. Hægt er að setja appið upp í snjallsíma og spjaldtölvur. Hér eru leiðbeiningar um hvernig appið Storytel er sett upp og notað í snjallsíma.