Opinber þjónusta á netinu 2

Island.is    

Lýsing á opinberri þjónustu

www.island.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar getur þú fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu hjá opinberum aðilum á einum stað.
Þú skráir þig inn annað hvort með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

• Þegar þú opnar www.island.is getur þú farið beint inn á Mínar síður sem er lokað svæði sem tilheyrir þér eða leitað að þeirri þjónustu sem þig vantar í það skiptið.
• Síðunni er skipt niður í annars vegar Lífsviðburði og hins vegar Þjónustuflokka.

Lífsviðburðir:
Hér boðið upp á yfirlit yfir helstu þjónustu hins opinbera sem fólk þarf á ákveðnum tímamótum í lífi sínu:
• Eignast barn
• Fara á eftirlaun
• Flytja
• Út á vinnumarkaðinn
• Hefja nám
• Stofna fyrirtæki
• Missa ástvin

Þjónustuflokkar:
Hér boðið upp á yfirlit yfir helstu þjónustu hins opinbera:
• Akstur og bifreiðar
• Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi
• Dómstólar og réttarfar
• Fjármál og skattar
• Fjölskylda og velferð
• Heilbrigðismál
• Húsnæðismál
• Iðnaður
• Innflytjendamál og áritanir
• Launþegi, réttindi og lífeyrir
• Málefni fatlaðs fólks
• Menntun
• Neytendamál
• Samfélag og réttindi
• Samgöngur
• Umhverfismál
• Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis
• Þjónusta Ísland.is

Færni til þess að nota þjónustuna
Á opinni síðu www.island.is eru margvíslegar upplýsingar. En hluti þjónustunnar er ekki aðgengilegur nema með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Nettengd tölva eða snjalltæki.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
Upplýsingar þínar á www.island.is tengjast nánast allri opinberri þjónustu. Vefsíðan er örugg þar sem íslykill eða rafræn skilríki eru notuð til að skrá sig inn.

Áhrif
Auðveld og mjög örugg leið til að nálgast upplýsingar og opinbera þjónustu á internetinu.

Download PDF