Opinber þjónusta á netinu 5

Þjóðskrá        

Lýsing á opinberri þjónustu

Lykilverkefni Þjóðskrár, www.skra.is, er að halda þjóðskrá og eignaskrá, halda utan um fasteigna- og brunabótamat og gefa út vottorð og skírteini.
Vefurinn www.skra.is býður upp á fjölbreytta þjónustu. Honum er skipt upp í þrjá hluta, Fólk, Fasteignir og Gögn: Frá og með 1. september 2022 fluttist fasteignaskrá og fasteignamat til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar www.hms.is

Hér eru dæmi um það sem vefurinn býður upp á:
Fólk:
• Heimilisfang (Upplýsingar um flutning innanlands og til eða frá Íslandi)
• Vottorð (Panta vottorð)
• Hjónaband og sambúð (Upplýsingar um skráningu hjónabands, sambúð og skilnað)
• Nöfn (Að gefa börnum nöfn og hvernig nöfnum er breytt)
• Skráning barna (Hvernig börn eru skráð í íbúaskrá)
• Vegabréf og persónuskilríki (Upplýsingar um útgáfu vegabréfa, persónuskilríkja og íslykils)
• Trúarbrögð og lífsviðhorf (Skráning í trú – og lífsskoðunarfélög)
• Kosningaskrá og atkvæðisréttur

Gögn:
• Aðgangur að gögnum. Upplýsingar um hvaða gögn er hægt að fá aðgang að úr fasteignaskrá og þjóðskrá.
• Grunngögn til niðurhals. Yfirlit yfir gögn sem má sækja án endurgjalds.
• Umsóknir. Þarna má nálgast fjölbreyttar umsóknir og eyðublöð.
• Talnaefni. Talnaefni varðandi kosningar og upplýsingar um útgefin vegabréf.

Færni til þess að geta notað þjónustuna
Til að nýta þér þjónustu www.skra.is þarftu að fara á internetið annað hvort í tölvu eða í snjalltæki. Þú þarft annað hvort rafræn skilríki eða íslykil til að geta nýtt þjónustuna.

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Nettengd tölva eða snjalltæki.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
Upplýsingar á skra.is eru öruggar þar sem íslykill eða rafræn skilríki eru notuð við innskráningu.

Áhrif
Þjóðskrá safnar upplýsingum um einstaklinga, byggingar og landeignir og þar er hægt að biðja um breytingar á þessum upplýsingum eða um skjöl varðandi þetta.

Download PDF