Opinber þjónusta á netinu 7

Íslykill  

Lýsing á opinberri þjónustu

Íslykill er gefin út af Stafrænu Íslandi sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands. Íslykill er lykilorð tengt kennitölunni þinni sem hægt er að nota til að skrá sig inn á vefi stofnanna, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.

Sækja Íslykil hjá Þjóðskrá
• Hægt er að sækja um Íslykil í gegnum Þjóðskrá með því að fara á vefsíðuna https://skra.is/folk/vegabref-og-onnur-skilriki/islykill og smella á hnappinn ,,Sækja um Íslykil“

Sækja Íslykil á Island.is
• Einnig er hægt að sækja um Íslykil á island.is með því að fara á vefsíðuna https://island.is/islykill og smella á hnappinn ,,Panta Íslykil“

Íslykill sóttur
• Ný síða opnast, þar þarf að slá inn kennitölu og velja hvert á að senda íslykilinn.
• Hægt er fá Íslykil sendan í heimabanka. Íslykill birtist þar undir rafræn skjöl.
• Hægt er að fá Íslykil sendan í bréfpósti á lögheimili.
• Hægt er að fá Íslykil sendan í íslenskt sendiráð erlendis.

Notkun Íslykils
• Íslykillinn er sjálfgefið lykilorð sem þarf að breyta eftir fyrstu notkun. Nýtt lykilorð þarf að innihalda að lágmarki 10 stafi og blöndu af há- og lágstöfum.
• Framvegis er kennitala og nýtt lykilorð notað við innskráningu á opinberum þjónustusíðum.
• Við fyrstu innskráningu með Íslykli ertu beðin/n um að skrá farsímanúmer vegna öryggisaðgerða sem tengjast notkun Íslykils.

Færni til þess að geta notað þjónustuna
Hægt er að nálgast Íslykilinn í gegnum tölvu eða snjalltæki.

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Það þarf að vera með íslenska kennitölu og sækja um Íslykilinn með því að skrá sig inn á heimasíðu Þjóðskrár eða Island.is og velja hvaða aðferð hentar best við að nálgast Íslykilinn.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
Íslykill ábyrgist að innskráning með lyklinum sé alltaf á öruggu svæði. Öll samskipti og persónuupplýsingar er varða Íslykilinn eru dulkóðaðar. Við meðferð mjög viðkvæmra persónuupplýsinga getur Íslykilinn beðið þig um að slá inn sex stafa öryggisnúmer sem er sent í smáskilaboðum. Íslykill mun því biðja þig um að skrá inn farsímanúmerið við fyrstu innskráningu með lyklinum. 

Áhrif (hvernig getur þjónustan haft áhrif, breytt, bætt líf fólks)
Með því að nota Íslykil er hægt að skrá sig inn á fjölda margar opinberar síður og losna þar með við að gera sér ferð á viðkomandi staði. Rafræn skilríki virka á sama hátt og Íslykill og veita aðgang að opinberum þjónustusíðum. 

Download PDF